Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 09. febrúar 2019 15:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Ef þú tekur ekki áhættu þá vinnurðu ekki
Mynd: Getty Images
„Það sem var best við þennan leik, var hvernig við stjórnuðum honum í seinni hálfleiknum," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, eftir 3-0 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni á þessum laugardegi.

„Við hefðum getað skorað fjögur eða fimm mörk, við gerðum öðruvísi hluti en gegn Leicester og við bættum okkur."

Solskjær er enn taplaus með United, en hann tók við liðinu um miðjan desember. Næsta verkefni er gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni.

Solskjær var greinilega að miða við þann leik í liðsvali sínu fyrir leikinn í dag. Hann gerði sex breytingar og voru leikmenn eins og Victor Lindelöf og Marcus Rashford hvíldir.

„Það er alltaf ákveðin áhætta að gera breytingar, en ef þú tekur ekki áhættu þá vinnuðu ekki. Ég verð að treysta leikmönnum mínum."

United er komið upp í Meistaradeildarsæti.

„Þetta er ungur hópur, spennandi hópur. Í augnablikinu er ég bara að reyna að koma okkur upp töfluna. Vonandi getum við haldið okkur í fjórða sæti og farið hærra."



Athugasemdir
banner