Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. mars 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Áfrýjun Papu Gomez hafnað - Tveggja ára bannið stendur
Mynd: EPA

Raffaele Palladino stjóri Monza hefur staðfest að argentíski framherjinn Papu Gomez muni ekki snúa aftur á fótboltavöllinn í bráð.


Gomez, sem er 36 ára gamall, féll á lyfjaprófi fyrir HM í Katar en fékk hins vegar að fara á mótið og var hluti af argentíska hópnum sem stóð uppi sem heimsmeistari.

Hann var dæmdur í tveggja ára bann en hann áfrýjaði dómnum en Palladino hefur nú staðfest að því hefur verið hafnað og dómurinn stendur.

Hann var ný búinn að semja við Monza þegar hann var dæmdur í bannið en hann gekk til liðs við félagið eftir að hafa rift samningi sínum við Sevilla.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner