Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. mars 2024 10:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Edwards nálgast Liverpool - Son í viðræðum við Tottenham
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Liverpool.com
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Son, Moyes, Solanke, De Bruyne, De Zerbi, Alonso, Edwards og fleiri koma við sögu í slúðurpakkanum í dag.

Newcastle hefur íhugað möguleikann á að næla í Pedro Neto frá Wolves í sumar. Hann er metinn á í kringum 60 milljónir punda. Liverpool hefur einnig áhuga á honum. (Mail)

Tottenham er í viðræðum við Son Heung-min um nýjan samning. Félagið hefur mikla trú á því að samningar náist í sumar. (Football Insider)

David Moyes stjóri West Ham hefur rætt við fjölskyldu Dominic Solanke, 26, leikmann Bournemouth um möguleg félagaskipti til West Ham í sumar. (Football Insider)

Arsenal, Man Utd, Newcastle og Chelsea hafa sýnt Luca Netz, 20, vinstri bakverði Gladbach áhuga. (HITC)

Félög í Sádí-Arabíu eru tilbúin að borga yfir 100 milljónir punda til að næla í Kevin De Bruyne, 32, miðjumann Man City. (Football Insider)

Roberto de Zerbi stjóri Brighton er á óskalista Bayern Munchen en Xabi Alonso stjóri Bayer Leverkusen er efstur á óskalistanum. Hann er einnig á óskalista Liverpool. (Mirror)

Michael Edwards er nálægt því að samþykkja tilboð frá Liverpool um að taka yfir rekstur félagsins. (Athletic)

Chelsea er eitt af mörgum félögum sem eru að fylgjast með Nico Williams, 21, vængmanni Athletic Bilbao. (ESPN)

Chelsea er tilbúið að samþykkja lægra tilboð en 37 milljóna ákvæðið í samningnum hans. (Calcio Mercato)

West Ham hefur áhuga á Emile Smith Rowe, 23, miðjumanni Arsenal. (Caught Offside)

Arsenal er að fylgjast með Douglas Mendes, 19, sem er á láni hjá Red Bull Bragantino frá RB Salzburg. (Football Transfers)

Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Ousmane Diomande, 20, varnarmanni Sporting en bæði félög eru að bíða eftir því að sjá hvort Chelsea muni bjóða í hann. (TeamTalk)


Athugasemdir
banner
banner
banner