Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   lau 09. mars 2024 15:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Halmstad í undanúrslit - Birnir Snær og Gísli í byrjunarliðinu
Mynd: Halmstad

Halmstad er komið í undanúrslit sænska bikarsins eftir sigur á Brommapojkarna í dag.


Birnir Snær Ingason og Gísli Eyjólfsson voru báðir í byrjunarliðinu en þeir voru báðir teknir af velli á 72. mínútu.

Leikurinn fór alla leið í framlengingu en Brommapojkarna missti mann af velli og stuttu síðar kom sigurmark Halmstad.

Elías Rafn Ólafsson var að venju í rammanum hjá Mafra þegar liðið fékk Penafiel í heimsókn í næst efstu deild í Portúgal. Penafiel vann leikinn 1-0.

Mafra er í 8. sæti deildarinnar með 34 stig en þetta var sterkur sigur fyrir Penafiel sem fjarlægðist botnbaráttuna með þessum sigri.

Hólmbert Aron Friðjónsson kom ekkert við sögu þegar Holstein Kiel vann 1-0 sigur á Karlsruher í næst efstu deild í Þýskalandi. Lewis Holtby fyrrum leikmaður Tottenham skoraði eina markið. Holstein Kiel er í 2. sæti deildarinnar með 46 stig og er tveimur stigum á eftir St. Pauli.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner