Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. mars 2024 21:45
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Albert skoraði í tapi
Mynd: EPA
Albert er kominn með 10 mörk og 3 stoðsendingar í 26 leikjum í efstu deild.
Albert er kominn með 10 mörk og 3 stoðsendingar í 26 leikjum í efstu deild.
Mynd: EPA
Genoa 2 - 3 Monza
0-1 Matteo Pessina ('8)
0-2 Dany Mota ('18)
0-2 Albert Guðmundsson ('52, misnotað víti)
1-2 Albert Guðmundsson ('52)
2-2 Vitinha ('68)
2-3 Daniel Maldini ('80)

Albert Guðmundsson var á sínum stað í fremstu víglínu Genoa sem tók á móti Monza í síðasta leik dagsins í efstu deild ítalska boltans.

Gestirnir frá Monza komust í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik og gerði Alberto Gilardino þrefalda skiptingu á liði Genoa í leikhlé, þar sem Djed Spence, Ruslan Malinovskyi og Vitinha fengu að spreyta sig. Gilardino breytti um leið um taktík og var Albert búinn að minnka muninn skömmu síðar.

Albert steig á vítapunktinn á 52. mínútu en Michele Di Gregorio gerði vel að verja frá honum. Di Gregorio varði boltann þó aftur út í vítateiginn þar sem Albert var fljótur að átta sig og fylgja eftir með marki.

Genoa sótti stíft í síðari hálfleik og tókst að jafna leikinn á 68. mínútu þegar Vitinha skoraði gott mark eftir laglegt einstaklingsframtak.

Heimamenn voru áfram sterkari aðilinn en þeim tókst ekki að taka forystuna. Þess í stað komust gestirnir aftur yfir, þvert gegn gangi leiksins. Í þetta sinn var það Daniel Maldini, sonur Paolo Maldini, sem skoraði sigurmarkið aðeins fimm mínútum eftir að hafa komið inn af varamannabekknum.

Albert og félagar gerðu sitt besta en þeim tókst ekki að bjarga stigi þrátt fyrir að hafa verið sterkari aðilinn á heimavelli.

Genoa siglir lygnan sjó í neðri hluta ítölsku deildarinnar, tíu stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner