Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 09. mars 2024 21:10
Ívan Guðjón Baldursson
Leuven deilir toppsætinu í Belgíu - Annað tap hjá Sittard
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Síðustu leikjum dagsins er lokið hjá Íslendingaliðum í kvennaboltanum víðs vegar um Evrópu, þar sem Íslendingalið Fortuna Sittard tapaði óvænt á heimavelli í efstu deild hollenska boltans.

María Catharina Ólafsd. Gros var á sínum stað í byrjunarliði Sittard ásamt Láru Kristínu Pedersen og Hildur Antonsdóttur. Þeim tókst ekki að koma í veg fyrir 0-1 tap gegn lakara liði AZ Alkmaar.

Sittard er búið að tapa þremur og gera eitt jafntefli í síðustu fjórum deildarleikjum sínum og er búið að dragast afturúr í baráttunni um meistaradeildarsæti. Íslendingaliðið er í fjórða sæti deildarinnar með 27 stig eftir 17 umferðir.

Bryndís Arna Níelsdóttir og Þórdís Elva Ágústsdóttir voru þá í byrjunarliði Växjö sem steinlá á útivelli gegn BK Häcken í sænska bikarnum. Hacken vann góðan 3-0 sigur í fyrstu umferð bikarsins.

OH Leuven er áfram á toppi belgísku deildarinnar eftir sigur gegn Genk í dag. Diljá Ýr Zomers er á mála hjá toppbaráttuliði Leuven, sem er með 43 stig eftir 18 umferðir og berst við Standard Liege og Anderlecht um titilinn.

Að lokum fóru æfingaleikir fram, þar sem Vålerenga skoraði sex mörk í stórsigri gegn Norrköping á meðan Lilleström gerði jafntefli við Lyn. Sædis Rún Heiðarsdóttir er á mála hjá Valerenga og er Ásdís Karen Halldórsdóttir leikmaður Lilleström.

Sittard 0 - 1 AZ Alkmaar

Hacken 3 - 0 Vaxjo

Leuven 1 - 0 Genk

Valerenga 6 - 1 Norrköping

Lyn 0 - 0 Lilleström

Athugasemdir
banner
banner
banner