Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   lau 09. mars 2024 23:10
Ívan Guðjón Baldursson
Ten Hag trúir á Meistaradeildarsæti: Þurfum að vinna alla leikina
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Erik ten Hag var kátur eftir 2-0 sigur Manchester United gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag og svaraði spurningum fréttamanna eftir leik.

Man Utd hafði tapað tveimur deildarleikjum í röð fyrir sigurinn í dag og þarf núna að sigra næstu leiki til að eiga möguleika á að blanda sér í baráttuna um síðasta Meistaradeildarsætið.

„Við þurfum að vinna hvern einasta leik í baráttunni sem við erum og þetta var fínn sigur. Við vorum góðir í ákveðnum þáttum en ekki nógu góðir í öðrum. Við verðum að bæta ákvarðanatökuna, strákarnir verða að læra hvenær er best að hvíla sig eftir að vinna boltann og hvenær er best að sækja hratt," sagði Ten Hag að leikslokum.

„Við þurfum líka að bæta færanýtinguna. Við áttum að skora þrjú eða fjögur mörk, ekki bara úr tveimur vítaspyrnum. Annars er ég ánægður bæði með varnar- og sóknarleikinn."

Ten Hag var spurður út í frammistöðu Alejandro Garnacho og Marcus Rashford. Garnacho átti góðan leik í dag þar sem hann fiskaði báðar vítaspyrnurnar sem Man Utd skoraði úr. Bruno Fernandes skoraði úr fyrri spyrnunni og Rashford úr seinni.

„Alejandro er að sýna miklar framfarir og við erum mjög ánægðir með hann. Hans framlag skipti sköpum í dag, hann átti frábæra spretti bæði með og án boltans. Marcus var líka góður og það var gott fyrir hann að skora úr vítaspyrnunni. Marcus er mikilvægur fyrir okkur þegar honum líður vel, hann er stöðug ógn."

Rauðu djöflarnir eru í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, átta stigum frá meistaradeildarsæti.

„Þetta var mikilvægur sigur fyrir okkur. Það er mikið af leikjum eftir og það er mikilvægt fyrir okkur að halda áfram að sigra til að halda pressu á næstu lið fyrir ofan okkur. Við sjáum til hvað gerist á lokasprettinum."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner