Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   þri 09. apríl 2019 16:32
Elvar Geir Magnússon
Hannes: Ætla mér að spila með landsliðinu á EM
Hannes Þór Halldórsson ásamt Edvard Berki Edvarssyni formanni knattspyrnudeildar Vals í dag.
Hannes Þór Halldórsson ásamt Edvard Berki Edvarssyni formanni knattspyrnudeildar Vals í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson var kynntur sem nýr markvörður Vals í dag. Landsliðsmarkvörðurinn ræddi við Fótbolta.net á Hlíðarenda.

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar var Hannes meðal annars spurður að því hvaða áhrif þessi skipti hefðu á landsliðsferil hans.

„Ég hef engar áhyggjur af því að þetta muni hafa einhver áhrif á spilamennsku mína með landsliðinu. Ég er betur settur spilandi hér en að vera á bekknum í Aserbaidsjan. Þetta var erfiður tími að vera ekki að spila. Um leið og ég finn gleðina þá kemur restin af sjálfu sér," segir Hannes.

„Fyrir mér snýst þetta fyrst og fremst um að vera í standi, vera með sjálfstraust og vera að spila. Ég hef alltaf haft tilfinningar til íslensku deildarinnar og hlakkað til að koma til baka. Nú upplifi ég þann draum að vera atvinnumaður í fótbolta á Íslandi, í mínu umhverfi og í minni borg með mitt fólk í kringum."

„Ég er rosalega spenntur. Það er stóra málið að maður sé ánægður. Ég hef mín markmið með landsliðinu og eins og aðrir landsliðsmenn ætla ég á Evrópumótið og spila þar."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner