Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 09. apríl 2019 14:41
Elvar Geir Magnússon
Herrera: Man Utd ekki að hugsa það sama og ég
Hvar spilar Herrera á næsta tímabili?
Hvar spilar Herrera á næsta tímabili?
Mynd: Getty Images
Ander Herrera, miðjumaður Manchester United, segir að hann og félagið sé ekki að „hugsa það sama".

Spænski miðjumaðurinn er á fimmta tímabili sínu með Rauðu djöflunum en líklegt er að hann yfirgefi félagið á frjálsri sölu þegar samningur hans rennur út í sumar.

Þessi 29 ára leikmaður hefur verið sterklega orðaður við Paris Saint-Germain.

Spænskur fjölmiðill spurði Herrera út í hans framtíð.

„Það er satt að ég á bara tvo mánuði eftir af samningi mínum og eins og staðan er í dag eru ég og Manchester United ekki að hugsa það sama," segir Herrera.

„Það er ekkert samkomulag en það er samt mín skylda að halda áfram að hlusta á United."

„Það sem ég veit er að ég mun áfram spila í stóru liði. Augljóslega mun ég halda áfram að ræða við United en einnig við önnur félög. Ég er ekki að loka neinum dyrum."
Athugasemdir
banner