Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 09. apríl 2019 12:19
Elvar Geir Magnússon
Xavi dæmir hópa Man Utd og Barcelona - Sókn Börsunga fær 10
Xavi fagnar með Gerard Pique.
Xavi fagnar með Gerard Pique.
Mynd: Getty Images
Barcelona goðsögnin Xavi fagnaði fimm sinnum sigri í Meistaradeildinni en hann leikur nú fyrir Al Sadd í Katar. Daily Mirror fékk hann til að dæma leikmannahópa Manchester United og Barcelona í tilefni af viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fyrri leikurinn verður annað kvöld á Old Trafford.

Xavi gefur markvörðum liðanna sömu einkunn en Barcelona er skrefi framar þegar kemur að vörn, miðju og sókn.

Barcelona fær fullt hús fyrir sóknina sína.

„Messi verður bara betri og betri. Hann er besti fótboltamaður sögunnar og hann hefur aldrei verið beittari en núna. Þegar hann er svona þá er ómögulegt að stöðva hann," segir Xavi.

„Suarez er reynslumikill og hefur oft mætt Manchester United. Hann vill ólmur skora í þessum leik."

Markvarslan:
Barcelona 9
Man Utd 9

Vörnin:
Barcelona 8
Man Utd 7

Miðjan:
Barcelona 9
Man Utd 8

Sóknin:
Barcelona 10
Man Utd 9

Barcelona 36-33 Manchester United
Athugasemdir
banner
banner
banner