Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. maí 2020 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sky og DAZN vilja afslátt á sýningarréttinum
Mynd: Sky
Neyðarfundur hefur verið kallaður fyrir stjórnendur félaga í Serie A eftir að Sky Italia og DAZN tilkynntu að þau myndu ekki borga út síðustu greiðslu fyrir sjónvarpsréttindi 2019-20 tímabilsins.

Engir leikir hafa verið spilaðir í Serie A síðan í byrjun mars og ekki er búist við að ítalski boltinn geti farið aftur af stað fyrr en í júní í fyrsta lagi.

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að málið gæti endað fyrir dómi. Sky og DAZN vilja viðræður um afslátt og greiðsludreifingu á meðan stjórnendur Serie A virðast harðir á að fá alla upphæðina greidda sem fyrst.

Sky sýnir flesta leiki ítalska boltans. DAZN er með réttinn á þremur leikjum á umferð.

Komist aðilar ekki að samkomulagi geta bæði Sky og DAZN gleymt því að fá sýningarréttinn á Serie A aftur á næstu árum.
Athugasemdir
banner