Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 09. maí 2022 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Ekki lengur endursöluákvæði í samningi Kaide Gordon
Mynd: Getty Images

Liverpool er búið að borga Derby County hálfa milljón punda til að taka endursöluákvæði Kaide Gordon úr kaupsamningnum.


Liverpool greiddi eina milljón punda fyrir táninginn í fyrra. Í kaupsamningnum var 20% endursöluákvæði, sem þýðir að Derby átti rétt á 20% af hagnaði af mögulegri framtíðarsölu Gordon frá Liverpool.

Nú á Derby í miklum fjárhagsörðugleikum og ljóst að hálf milljón punda getur skipt sköpum í ensku C-deildinni. Því samdi félagið við Liverpool um að taka endursöluákvæðið út, ákvæði sem Derby myndi líklega ekki hagnast á fyrr en eftir þónokkur ár.

Gordon byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Liverpool aðeins 16 ára gamall - gegn Norwich í deildabikarnum. Hann átti 17 ára afmæli, skrifaði undir atvinnumannasamning og fagnaði með því að skora í sigri gegn Shrewsbury í FA bikarnum í janúar. Hann varð þar með næstyngsti markaskorari í sögu Liverpool.

Gordon þykir gríðarlega efnilegur og gæti kaupverðið sem Liverpool þarf að borga til Derby hækkað um þrjár milljónir í viðbót.


Athugasemdir
banner
banner
banner