Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 09. maí 2022 14:57
Innkastið
Hrákur á varamannabekk Blika og dósum kastað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsmenn ÍA hafa litað Bestu deildina og fengið mikið lof í upphafi tímabils. Hegðun hluta þeirra í leiknum gegn Breiðabliki var hinsvegar alls ekki til fyrirmyndar.

„Eins og oft vill vera þá eru svartir sauðir inn á milli. Það voru einhverjir sem réðust inn í fréttamannastúkuna, voru ósáttir með einhver skrif og voru með dónaskap. Þá komu hrákur á bekkinn hjá Blikum," segir Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.

„Einhverjir köstuðu dósum inn á völlinn og í átt að Blikum. Þetta er eitthvað sem á ekki að sjást og er ekki það sem 'ÍA Ultraz' stendur fyrir. Það þarf að halda sameiginlegan fund þar sem farið er yfir hvernig á að koma fram," segir Sverrir Mar Smárason.

„Vonandi verður þetta lagað og jákvæðnin haldi áfram í kringum bestu stuðningssveit deildarinnar," segir Elvar.

Í dreifingu er myndband þar sem sést að Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks verður fyrir hráku úr stúkunni. Í frétt 433.is er sagt að ÍA sé meðvitað um málið og reynt verði að koma í veg fyrir að svona komi fyrir aftur.

Breiðablik rúllaði yfir ÍA og vann 5-1 útisigur.
Innkastið - Stór lið fjarlægjast og vítaveislu hafnað í Breiðholti
Athugasemdir
banner