Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 09. júní 2022 16:50
Elvar Geir Magnússon
Umboðsmaður Dybala eftir fund með Inter: Þetta er í vinnslu
Dybala í landsleik með Argentínu á dögunum.
Dybala í landsleik með Argentínu á dögunum.
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður Paulo Dybala staðfestir að verið sé að vinna í að ná samnkomulagi við Inter um kaup og kjör.

„Þetta er í vinnslu. Bíðum og sjáum hvað gerist," sagði umboðsmaðurinn Jorge Antun eftir fund í höfuðstöðvum Inter.

Inter var ekkert að reyna að fela fundinn, hann var haldinn í höfuðstöðvum félagsins um miðjan dag og allt var troðfullt af fréttamönnum fyrir utan bygginguna.

Dybala er fáanlegur á frjálsri sölu eftir að Juventus dró tilboð um nýjan samning til baka á síðasta ári.

Giacomo Petralito vinnur sem milliður í samningaviðræðunum fyrir hönd Inter og sagði hann að fundurinn í dag hafi verið jákvæður.

Önnur félög hafa sýnt Dybala áhuga en ljóst hefur verið frá upphafi að Inter er hans fyrsta val. Þessi 28 ára leikmaður spilaði 39 mótsleiki fyrir Juve á liðnu tímabili, skoraði 15 mörk og átti 6 stoðsendingar.
Athugasemdir
banner