Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 09. júlí 2021 23:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Birnir ekki svekktur út í HK - Atli reiknar með Arnóri áfram
Birnir Snær Ingason.
Birnir Snær Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og Jón Sveinsson, þjálfari Fram, kom að orði í kvöld, þá eru „allir orðaðir við Víking."

Tveir af þeim leikmönnum eru Arnór Borg Guðjohnsen og Birnir Snær Ingason; tveir sóknarsinnaðir leikmenn sem leika báðir í Pepsi Max-deildinni.

Víkingar gerðu á dögunum tilboð í Birni Snæ sem HK hafnaði. Birnir var í viðtali eftir 2-1 sigur á Fylki í kvöld þar sem hann var spurður út í þessi tíðindi. Hann segist ekki svekktur út í HK.

„Það er alltaf gaman þegar lið hafa áhuga á manni. Það gefur manni auka kraft og þá er maður alla vega að gera eitthvað rétt. Eins og er, þá er ég leikmaður HK."

„Við erum í bullandi fallbaráttu, við erum að berjast fyrir lífi okkar og það er erfitt fyrir mig að fara núna."

Hvað með Arnór Borg?
Samningur Arnórs Borg Guðjohnsen við Fylki rennur út eftir tímabilið. Er möguleiki að hann verði seldur áður en félagaskiptaglugginn - sem er í gangi núna - verður lokað. Það hafa verið sögur um að hann sé á leið í Víking, rétt eins og Birnir.

„Ég veit náttúrulega ekki betur en að hann sé leikmaður Fylkis og hef ekkert staðfest varðandi önnur samningamál eða neitt svoleiðis. Við reiknum með því (að hann verði áfram)," sagði Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Fylkis, eftir tap gegn HK í kvöld.

Sjá einnig:
Jón Sveins: Það eru allir orðaðir við Víking
Atla fannst Fylkir eiga meira skilið: Ég er hlutdrægur
Birnir Snær: Hann er gamall handboltamarkvörður
Athugasemdir
banner
banner