Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 09. júlí 2021 21:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: HK sýndi karakter og vann mikilvægan sigur
Hetja HK: Martin Raushenberg.
Hetja HK: Martin Raushenberg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir 1 - 2 HK
1-0 Daði Ólafsson ('31 )
1-1 Birnir Snær Ingason ('60 )
1-2 Martin Rauschenberg Brorsen ('73 )
Lestu nánar um leikinn

HK sýndi mikinn karakter og kom til baka er liðið mætti Fylki í eina leik kvöldsins í Pepsi Max-deildinni.

Leikurinn var liður í elleftu umferð deildarinnar. Hann átti upprunalega að fara fram síðasta sunnudag en var frestað þar sem upp kom smit í leikmannahópi Fylkis.

HK byrjaði leikinn ágætlega en Fylkir fékk gott færi til að koma yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Birkir Valur Jónsson bjargaði þá á línu eftir tilraun Djair Parfitt-Williams.

Fylkir tók forystuna eftir rúmlega hálftíma leik. „Daði klínir boltanum upp í hægra markhornið. Arnar kemst aðeins í boltann en ekki nóg til að koma í veg fyrir mark," skrifaði Sæbjörn Þór Steinke þegar Daði Ólafsson kom Fylkismönnum yfir.

Fylkir leiddi 1-0 í hálfleik. Brynjar Björn Gunnarsson og Viktor Bjarki Arnarsson fóru vel yfir málin með sínum mönnum í hálfleik og HK-ingar mættu tvíefldir í seinni hálfleikinn.

Birnir Snær Ingason jafnaði eftir fyrirgjöf frá Birki Val. Markið þegar klukkutími var liðinn af leiknum. HK-ingar voru ekki hættir... á 73. mínútu skoraði Martin Rauschenberg eftir aukaspyrnu og kom hann HK yfir.

Í millitíðinni bjargaði Birkir Valur á línu, öðru sinni í leiknum. Hann var ansi mikilvægur í þessum leik, og þessum sigri - því leikurinn endaði 2-1 fyrir HK.

Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir HK í fallbaráttunni. Liðið er núna tveimur stigum frá öruggu sæti. Fylkir er í níunda sæti, tveimur stigum frá HK. Leiknir Reykjavík er einnig tveimur stigum frá HK, en þessi úrslit í kvöld opna fallbaráttuna upp á gátt; mjög spennandi staðan þegar mótið er hálfnað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner