Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. október 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd íhugar að kalla Pellistri til baka úr láni
Facundo Pellistri.
Facundo Pellistri.
Mynd: Getty Images
Manchester United er að íhuga að rifta lánssamningi Facundo Pellstri hjá spænska úrvalsdeildarfélaginu Alaves.

Pellistri er aðeins 19 ára. Hann kom til Man Utd fyrir síðasta tímabil frá Peñarol í heimalandinu, Úrúgvæ. United greiddi tæpar 10 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Hann stóð sig vel á láni hjá Alaves seinni hluta síðustu leiktíðar og var lánaður þangað aftur fyrir þetta tímabil.

Það hefur ekki gengið eins vel núna. Hann hefur aðeins byrjað einn leik núna og ekki verið að fá margar mínútur inn á fótboltavellinum.

Samkvæmt vefmiðlinum Goal þá er Man Utd með klásúlu um að geta rift láninu ef leikmaðurinn spilar ekki 1000 mínútur áður en desember byrjar. Hann er núna búinn að spila rétt tæplega 200 mínútur. Man Utd er að íhuga að kalla hann til baka. Þá gæti hann verið lánaður annað í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner