Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 10. janúar 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Giroud með samningstilboð frá Inter
Olivier Giroud gæti farið til Inter
Olivier Giroud gæti farið til Inter
Mynd: EPA
Franski framherjinn Olivier Giroud er með samningstilboð frá Inter í höndunum en þetta kemur fram á Goal.com.

Giroud, sem er 33 ára gamall, hefur lítið fengið að spreyta sig með Chelsea á þessari leiktíð og er hann að hugsa sér til hreyfings í janúarglugganum.

Hann hefur spilað fimm leiki í ensku úrvalsdeildinni og ekki enn tekist að skora en Tammy Abraham og Michy Batshuayi eru á undan honum í goggunarröðinni.

Samkvæmt Goal.com er ítalska félagið Inter búið að gera Giroud samningstilboð en hann myndi fá sömu laun og hann fær nú þegar hjá Chelsea og samning til 2022.

Inter á enn eftir að komast að samkomulagi við Chelsea um kaupverð en Frank Lampard, stjóri Chelsea, hefur sjálfur tjáð sig um framtíð leikmannsins og gefur hann í skyn að hann sé á útleið.
Athugasemdir
banner
banner
banner