Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 10. janúar 2020 22:56
Brynjar Ingi Erluson
Kristófer Ingi spilaði í tapi gegn Ajaccio
Kristófer Ingi Kristinsson
Kristófer Ingi Kristinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski U21 árs landsliðsmaðurinn Kristófer Ingi Kristinsson kom við sögu í 3-1 tapi Grenoble gegn Ajaccio í frönsku B-deildinni í kvöld.

Krístófer er fæddur árið 1999 og uppalinn í Stjörnunni en fór ungur til Willem II í Hollandi.

Hann samdi við franska félagið Grenoble fyrir tímabilið en hefur lítið fengið að spila.

Hann kom þó við sögu á 77. mínútu í 3-1 tapi liðsins gegn Ajaccio en þetta var annar leikur hans fyrir félagið.

Grenoble er í 11. sæti með 26 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner