Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mið 10. mars 2021 09:30
Magnús Már Einarsson
Manchester liðin berjast um Torres
Powerade
Pau Torres.
Pau Torres.
Mynd: Getty Images
Mahrez er orðaður við Real Madrid.
Mahrez er orðaður við Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Sumarglugginn verður fjörugur ef marka má slúðurpakka dagsins!



Manchester United ætlar að hlusta á tilboð í markvörðinn David De Gea (30) í sumar en Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, er tilbúinn að gera Dean Henderson að markverði númer eitt. (90min)

Manchester United er að fylgjast með Jan Oblak (28) markverði Atletico Madrid. (Sky Sports)

Bruno Fernandes (26) vill heyra áætlanir Manchester United á félagaskiptamarkaðinum áður en hann skrifar undir nýjan samning við félagið. (Sun)

Manchester City hefur boðið Kevin de Bruyne (29) nýjan samning. Belginn hafnaði fyrsta samningsboði félagsins en City vonast nú til að ná samkomulagi. (Times)

Christian Pulisic (22) hefur lítið fengið að spila síðan Thomas Tuchel tók við Chelsea og Bayern Munchen, Liverpool og Manchester United eru að fylgjast með honum. (Mail)

Arsenal gæti reynt að fá bakvörðinn Achraf Hakimi (22) frá Inter. (Mirror)

Manchester United og Manchester City eru bæði að fylgjast með Pau Torres (24) miðverði Villarreal. (Manchester Evening News)

Crystal Palace ætlar að reyna að fá miðjumennina John Lundstram (27) frá Sheffield United og Conor Gallagher (21) frá Chelsea í sumar. (Express)

Omar Mascarell (28), miðjumaður Schalke, er á óskalista Wolves fyrir sumarið. (Caught Offside)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vonast til að geta sannfært Sergio Aguero (32) um að vera áfram hjá félaginu. (Star)

Real Madrid hefur áhuga á að fá Riyad Mahrez (30) frá Manchester City. (FootMercato)

Celtic vill fá tíu milljónir punda fyrir miðvörðinn Jack Hendry (25) en hann hefur verið orðaður við Aston Villa. (Birmingham Mail)

Barcelona hefur náð munnlegu samkomulagi um að fá David Alaba (28) í sumar frá Bayern Munchen. (Mundo Deportivo)

Celtic hefur rætt við David Moyes um að taka við stjórastólnum. (Give Me Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner