Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. mars 2021 22:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Saknað Fabinho á miðjunni - Hann og Nat Phillips frábærir
Fabinho sneri aftur á miðjuna hjá Liverpool og gerði það vel.
Fabinho sneri aftur á miðjuna hjá Liverpool og gerði það vel.
Mynd: Getty Images
Brasilíumaðurinn Fabinho hefur þurft að gera sér það að góðu á þessu tímabili að spila mestmegnis í miðverði.

Í kvöld fékk hann tækifæri að spila sem djúpur á miðjunni sem er hans uppáhalds staða. Það segir Jurgen Klopp, stjóri Liverpool en hann spurði Fabinho að því eftir sigurinn á Leipzig í Meistaradeildinni á þessu miðvikudagskvöldi.

„Ég sagði við hann: 'Svo þér finnst skemmtilegra að spila í sexunni?' Hann gat eiginlega ekki sýnt það meira. Við viljum að Fabinho spili í sexunni. Í kvöld spilaði hann þar og miðverðirnir tveir áttu ótrúlegan leik," sagði Klopp.

Fabinho og Nathaniel Phillips, sem spilaði í miðverði í kvöld, fá mikið lof fyrir frammistöðu sína í leiknum.

„Mér fannst Nat Phillips framúrskarandi," sagði Stephen Warnock, fyrrum leikmaður Liverpool, á BBC.

„Hann vann öll einvígi í loftinu og niðri á jörðu barðist hann um alla bolta. Framherjar Leipzig fengu engan frið frá honum. Oftast komst boltinn ekki til hans og það er út af staðsetningum Fabinho. Hann var frábær í kvöld. Hann vinnur sína vinnu í rólegheitum en hann er alltaf tilbúinn að fá boltann og hann á góðar sendingar fram völlinn sem gerir Liverpool kleift að keyra á varnarlínu andstæðingsins."

„Það er það sem hann gerir svo vel, það er það sem Liverpool hefur saknað," sagði Warnock.
Athugasemdir
banner
banner