Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 10. mars 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
205 handteknir fyrir grannaslaginn í Mönchengladbach
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Lögreglan handtók 205 manns eftir óeirðir í þýsku borginni Mönchengladbach á föstudagskvöldið.

Þar tókust 'ultras' stuðningsmenn heimaliðsins í Borussia Mönchengladbach á við ultras stuðningsmenn gestaliðsins frá Köln í hörðum átökum. Það eru aðeins um 50 kílómetrar á milli borganna í Norðurrín-Vestfalíu.

Stuðningsmennirnir slógust skammt frá Borussia Park, heimavelli Gladbach, kvöldið fyrir innbyrðisviðureign liðanna í neðri hluta Bundesliga.

Lögreglan handtók 131 stuðningsmenn úr röðum Kölnar og 74 úr röðum heimamanna, en þrír lögregluþjónar særðust í átökunum.

Lögreglan þurfti að notast við piparúða og lögreglukylfur til að hafa hemil á skrílnum.

Leikurinn sjálfur var afar fjörugur og lauk með sex marka jafntefli, þar sem Faride Alidou og Robin Hack skoruðu sitthvora tvennuna.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 30 25 5 0 75 20 +55 80
2 Bayern 30 21 3 6 87 37 +50 66
3 Stuttgart 30 20 3 7 68 36 +32 63
4 RB Leipzig 30 18 5 7 69 34 +35 59
5 Dortmund 30 16 9 5 58 35 +23 57
6 Eintracht Frankfurt 30 11 12 7 46 40 +6 45
7 Freiburg 30 11 7 12 42 53 -11 40
8 Augsburg 30 10 9 11 48 49 -1 39
9 Hoffenheim 30 11 6 13 53 60 -7 39
10 Heidenheim 30 8 10 12 43 52 -9 34
11 Werder 30 9 7 14 38 50 -12 34
12 Gladbach 30 7 10 13 53 60 -7 31
13 Wolfsburg 30 8 7 15 35 50 -15 31
14 Union Berlin 30 8 5 17 26 50 -24 29
15 Mainz 30 5 12 13 31 48 -17 27
16 Bochum 30 5 12 13 34 60 -26 27
17 Köln 30 4 10 16 23 53 -30 22
18 Darmstadt 30 3 8 19 30 72 -42 17
Athugasemdir
banner
banner