Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 10. mars 2024 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
MLS: Messi ekki í hóp í fyrsta tapi Inter Miami
Coccaro skoraði annað mark Montreal í leiknum með þessu skoti.
Coccaro skoraði annað mark Montreal í leiknum með þessu skoti.
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Inter Miami 2 - 3 CF Montreal
0-1 Fernando Alvarez ('13)
1-1 Leonardo Campana ('71)
1-2 Matias Coccaro ('75)
1-3 Ibrahim Sunusi ('78)
2-3 Jordi Alba ('80)

Lionel Messi var fjarri góðu gamni er Inter Miami tók á móti CF Montreal í MLS deildinni í kvöld.

Messi var fjarverandi vegna smávægilegra meiðsla og gat því ekki hjálpað liðsfélögunum sínum gegn Montreal.

Róbert Orri Þorkelsson er samningsbundinn Montreal en hann á það sameiginlegt með Messi að vera fjarverandi vegna meiðsla og var hvorugur þeirra í hóp.

Jordi Alba byrjaði í stöðu vinstri vængbakvarðar á meðan Sergio Busquets og Luis Suarez sátu á bekknum til að byrja með, enda þurftu þeir hvíld eftir sigurleik gegn Nashville fyrir tæpum þremur sólarhringum síðan.

Leikurinn var nokkuð jafn, gestirnir frá Montreal voru sterkari í fyrri hálfleik og tóku forystuna á þrettándu mínútu. Busquets og Suarez komu inn af bekknum í fjörugum síðari hálfleik, þar sem Inter var sterkari aðilinn en Montreal nýtti færin sín gríðarlega vel.

Leonardo Campana jafnaði fyrir Inter á 71. mínútu en gestirnir tóku forystuna skömmu síðar og tvöfölduðu hana í kjölfarið.

Jordi Alba minnkaði muninn niður í eitt mark á 80. mínútu og var sóknarþungi Inter mikill á lokakaflanum, en heimamönnum tókst ekki að skora þriðja markið til að bjarga stigi.

Niðurstaðan því 2-3 sigur Montreal og eru bæði lið með sjö stig á toppi austurluta MLS deildarinnar, en Montreal á leik til góða.

Þetta er fyrsta tap Inter Miami á nýju tímabili í MLS deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner