Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 10. mars 2024 19:25
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Þægilegt fyrir Real Madrid - Athletic nálgast Atlético
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Real Madrid tók á móti Celta Vigo í efstu deild spænska boltans í dag og uppskar þægilegan 4-0 sigur.

Vinicius Junior skoraði eina markið í fyrri hálfleik og hjálpuðu tvö sjálfsmörk að tryggja sigurinn fyrir heimamenn í Madríd, áður en tyrkneski táningurinn Arda Güler kom inn af bekknum og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið skömmu síðar.

Real er með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar, með 69 stig eftir 28 umferðir. Celta er áfram í fallbaráttu, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

Gorka Guruzeta skoraði þá eina markið í fyrri hálfleik er Athletic Bilbao vann góðan útivallarsigur í Las Palmas.

Sjálfsmark í seinni hálfleik innsiglaði óverðskuldaðan sigur, þar sem heimamenn í Las Palmas voru sterkari aðilinn og klúðruðu góðum færum.

Athletic er áfram í fimmta sæti eftir þennan sigur, en aðeins tveimur stigum á eftir Atlético Madrid í meistaradeildarsæti.

Alavés hafði að lokum betur gegn Rayo Vallecano í neðri hluta deildarinnar. Vallecano er aðeins fjórum stigum frá fallsæti á meðan Alavés siglir lygnan sjó, enda með sex stigum meira.

Real Madrid 4 - 0 Celta
1-0 Vinicius Junior ('21 )
2-0 Vicente Guaita ('79 , sjálfsmark)
3-0 Carlos Dominguez ('88 , sjálfsmark)
4-0 Arda Guler ('94 )

Las Palmas 0 - 2 Athletic
0-1 Gorka Guruzeta ('31 )
0-2 Saul Coco ('65 , sjálfsmark)

Alaves 1 - 0 Rayo Vallecano
1-0 Andoni Gorosabel ('44 )
Athugasemdir
banner
banner