Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   sun 10. mars 2024 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Warnock kom Aberdeen í undanúrslit og hætti (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Neil Warnock er búinn að segja upp starfi sínu sem þjálfari Aberdeen í skoska boltanum. Hann gaf út þessa tilkynningu skömmu eftir sigurleik í skoska bikarnum sem kom Aberdeen í undanúrslitin.

Warnock er 75 ára gamall og tók við Aberdeen í febrúar en hefur aðeins tekist að vinna tvo leiki af átta við stjórnvölinn. Báðir sigurleikirnir komu í bikarnum, en liðið er í óvæntri fallbaráttu í deildinni.

Mögulegt er að þetta sé síðasta starf Warnock sem fótboltastjóri, en hann hefur meðal annars stýrt Leeds United, Crystal Palace og Cardiff City á rúmlega 40 ára þjálfaraferli.

Warnock stýrði síðast Huddersfield Town og Middlesbrough í Championship deildinni áður en hann tók við Aberdeen.
Athugasemdir
banner
banner