Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 10. apríl 2019 17:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Færeyjar: Heimir hafði betur gegn Gauja Þórðar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingaliðin HB og NSÍ áttust við í færeyska bikarnum í dag. Leikurinn var í 16-liða úrslitunum.

Heimir Guðjónsson er þjálfari HB og Guðjón Þórðarson þjálfar NSÍ. Með HB leikur Brynjar Hlöðversson. Þetta er í annað sinn á tímabilinu sem HB og NSÍ, en í fyrra skiptið skiptust liðin á jafnan hlut.

Það var jafnfræði með liðunum framan af í dag, en það var HB sem komst yfir eftir klukkutíma leik. NSÍ jafnaði þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og stefndi í framlengingu. HB var hins vegar ekki búið að segja sitt síðasta og skoraði Pætur J. Petersen sigurmarkið í uppbótartíma.

Brynjar Hlöðversson lék allan leikinn er Heimir hafði betur gegn Gauja Þórðar.

Í fyrra fór Heimir með HB alla leið í úrslitaleikinn þar sem liðið tapaði á grátlegan máta.

HB, sem er ríkjandi meistari í Færeyjum, hefur ekki farið nægilega vel af stað í deildinni og er liðið sjö stigum á eftir toppliðinu. NSÍ er í fjórða sæti, fimm stigum á eftir toppliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner