Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 10. apríl 2019 21:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd átti ekki skot á markið - Gerðist síðast 2005
Mynd: Getty Images
Manchester United tapaði naumlega fyrir Barcelona þegar liðin áttust við í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Old Trafford í kvöld.

Sjálfsmark Luke Shaw skilur liðin að fyrir seinni leikinn í Barcelona.

United átti ágætis kafla í leiknum en átti þrátt fyrir það ekki skot á markið. Liðið átti 10 marktilraunir gegn sex frá Barcelona. Þrátt fyrir það fór engin tilraun á markið frá United, en þrjár frá Barcelona.

Þetta er í fyrsta sinn frá 2005 þar sem United á ekki skot á markið í Meistaradeildarinnar. Það gerðist síðast í 1-0 tapi gegn AC Milan í mars 2005.

United hefur verk að vinna fyrir seinni leikinn sem er á þriðjudaginn í næstu viku.



Athugasemdir
banner