Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. maí 2022 19:11
Brynjar Ingi Erluson
Ætlar að hafna stórliðum til að eiga betri möguleika á að komast á HM
Jeremy Doku í leik með belgíska landsliðinu
Jeremy Doku í leik með belgíska landsliðinu
Mynd: EPA
Belgíski sóknarmaðurinn Jeremy Doku ætlar að vera áfram hjá franska félaginu Rennes á næsta tímabili til að eiga betri möguleika á að komast á HM.

Þessi 19 ára gamli leikmaður gekk í raðir Rennes frá Anderlecht fyrir síðustu leiktíð en hefur misst mikið úr á þessu tímabili vegna meiðsla.

Hann er að snúa til baka úr erfiðum meiðslum og sat á bekknum í síðasta leik liðsins gegn St. Etienne.

Doku hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað tíu landsleiki fyrir Belgíu en hann er reiðubúinn að hafna stórliðum á borð við Liverpool og Juventus til að eiga betri möguleika á að komast á HM í Katar.

Mikill áhugi er á þessum efnilega leikmanni en hann vill frekar skoða þann möguleika að fara í annað félag eftir heimsmeistaramótið. Þá ætlar leikmaðurinn að sækja sér fagmannlegrar aðstoðar til að tryggja það að hann verði við hestaheilsu fyrir mótið.

Doku spilaði fimm landsleiki fyrir Belgíu á síðasta ári og ljóst að hann er í plönum Roberto Martinez.
Athugasemdir
banner
banner
banner