Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 10. júní 2022 23:45
Brynjar Ingi Erluson
Arsenal vill fá Raphinha í stað Pepe - Jesus og Tielemans í forgangi
Raphinha
Raphinha
Mynd: EPA
Brasilíumaðurinn Raphinha er á óskalista hjá Arsenal en þetta segir Fabrizio Romano.

Barcelona og Liverpool hafa sýnt Raphinha hvað mestan áhuga síðustu vikur en Leeds er ákveðið í því að fá 47 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Enska félagið Arsenal hefur einnig áhuga á að fá Raphinha og verið í samskiptum við teymi hans síðan í mars en þó ekki lagt fram tilboð eða verið í sambandi við Leeds.

Arsenal er einnig í viðræðum við Gabriel Jesus, framherja Manchester City og Youri Tielemans, miðjumann Leicester City, og er það í forgangi hjá félaginu að ganga frá þeim kaupum.

Það þykir afar líklegt að Raphinha yfirgefi Leeds í sumar en Mikel Arteta, stjóri Arsenal, sér leikmanninn fyrir sér sem frábæran arftaka í stað Nicolas Pepe sem er að öllum líkindum á förum eftir þriggja ára dvöl hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner