Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 10. júní 2022 19:22
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Vísir 
Damir var ekki lofað byrjunarliðssæti - „Þessi frétt er bull"
Damir Muminovic
Damir Muminovic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, vísar þeim sögusögnum á bug að honum hafi verið lofað byrjunarliðssæti í 1-0 sigrinum á San Marínó gær.

Varnarmaðurinn sterki var kallaður inn í hópinn fyrir vináttuleikinn gegn San Marínó en hann Jason Daði Svanþórsson, Höskuldur Gunnlaugsson og Júlíus Magnússon voru allir fengnir inn í hópinn.

Í frétt Vísi í dag kemur fram að forráðarmenn Breiðabliks hafi verið ósáttir við samskipti KSÍ við félagið og hafi komið kvörtunum sínum áleiðis.

Greint var frá því í Þungavigtinni að leikmennirnir hefðu fengið kallið um miðja nótt, að félagið hafi ekki verið látið vita og að Damir hafi fengið loforð um byrjunarliðssæti, sem ekki var staðið við.

Jason Daði fékk 20 mínútur en Damir, Höskuldur og Júlíus komu allir inná á 87. mínútu.

Damir þvertekur fyrir að honum hafi verið lofað byrjunarliðssæti í færslu á Twitter í dag.

„Ekki misskilja mig. Þessi frétt er bull," segir Damir sem birti skjáskot af fréttinni.


Athugasemdir
banner
banner