Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 10. júní 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leeds reynir næst við miðjumann Bayern
Roca lyftir hér þýska meistaratitlinum.
Roca lyftir hér þýska meistaratitlinum.
Mynd: EPA
Leeds United er nú þegar búið að fjárfesta í tveimur leikmönnum í þessum félagaskiptaglugga, og félagið er ekki búið að segja sitt síðasta.

Fram kemur hjá The Athletic að Leeds sé að einbeita sér að því núna að kaupa spænska miðjumanninn Marc Roca frá Bayern München í Þýskalandi.

Félagið er nú þegar búið að kaupa tvo leikmenn frá Salzburg í Austurríki; þá Brenden Aaronson og Rasmus Kristensen.

Roca er 25 ára gamall miðjumaður sem kom til Bayern frá Espanyol fyrir tveimur árum.

Hann hefur ekki verið í mjög stóru hlutverki hjá Bayern og er sagður fáanlegur fyrir 10 milljónir punda í sumar.

West Ham er líka með augastað á leikmanninum að sögn The Athletic, en Leeds er byrjað að vinna í því að kaupa hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner