Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 10. júlí 2018 15:28
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Heimasíða KR 
Misnotkun á róandi lyfjum ástæða agabanns Björgvins
Björgvin hefur skorað þrjú mörk í tíu leikjum í Pepsi-deildinni í sumar.
Björgvin hefur skorað þrjú mörk í tíu leikjum í Pepsi-deildinni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna agabanns Björgvins Stefánssonar. Björgvin var ekki í leikmannahópi KR í 1-1 jafntefli gegn Val í síðustu viku.



Yfirlýsing KR:
Eins og fram hefur komið var Björgvin Stefánsson, leikmaður KR, í agabanni í leik liðsins gegn Val þann 5. júlí síðastliðinn. Í framhaldinu er rétt að greina frá því að Björgvin hefur ákveðið að leita sér aðstoðar sérfræðinga vegna misnotkunar á róandi lyfjum sem var ástæða agabannsins. Hann mun því ekki taka þátt í leikjum KR á næstunni.

KR mun aðstoða Björgvin í einu og öllu við að ná bata.

Allir KR-ingar vonast til að sjá Björgvin fljótt aftur á knattspyrnuvellinum enda góður og hæfileikaríkur drengur sem hefur eignast marga góða vini og aðdáendur á skömmum tíma í KR.

Þess er virðingarfyllst óskað að fjölmiðlar gefi Björgvini á næstunni svigrúm til að vinna í sínum málum.

Fyrir hönd knattspyrnudeildar KR,
Kristinn Kjærnested
Formaður knattspyrnudeildar
Rúnar Kristinsson
Þjálfari meistaraflokks karla
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner