Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. júlí 2021 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aðstoðarþjálfari Englands: Coady leikmaður mótsins
Conor Coady hefur ekki enn spilað leik á Evrópumótinu.
Conor Coady hefur ekki enn spilað leik á Evrópumótinu.
Mynd: Getty Images
Steve Holland, aðstoðarþjálfari enska landsliðsins, segir að varnarmaðurinn Conor Coady sé leikmaður Evrópumótsins.

Coady er miðvörður sem er í enska landsliðshópnum en hann hefur ekki enn komið við sögu á mótinu.

Þrátt fyrir það segir Holland að Coady sé leikmaður mótsins.

„Leikmaður mótsins að mínu mati - hingað til - er Conor Coady. Hann hefur ekki enn farið inn á völlinn en á æfingasvæðinu gefur hann allt," segir Holland.

Coady er lykilmaður utan vallar. „Í búningsklefanum fyrir leiki talar hann sem fyrirliði."

Coady er nú fyrirliði í Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni og er greinilega með öflugt hugarfar.

England spilar við Ítalíu í úrslitaleiknum á EM á morgun.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner