Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 10. ágúst 2022 17:40
Ívan Guðjón Baldursson
Fulham kaupir Issa Diop frá West Ham (Staðfest)
Mynd: EPA

Fulham, nýliðar í ensku úrvalsdeildinni, eru búnir að kaupa franska miðvörðinn Issa Diop frá West Ham.


Fulham borgar 15 milljónir punda fyrir Diop sem er 25 ára gamall og átti eitt ár eftir af samningi sínum við West Ham.

Diop gæti verið klár í slaginn um helgina ef Fulham tekst að skrá hann til leiks fyrir klukkan 16 á föstudaginn. Nýliðarnir mæta Wolves í 2. umferð úrvalsdeildartímabilsins eftir að hafa nælt sér í gott stig gegn stórveldi Liverpool í 1. umferð.

Diop spilaði 119 leiki á fjórum árum hjá West Ham. Hann var fastamaður í byrjunarliðinu fyrstu tvö árin en missti svo byrjunarliðssætið og spilaði aðeins þrettán úrvalsdeildarleiki á síðustu leiktíð. 

Hamrarnir borguðu metfé fyrir Diop á sínum tíma, eða 22 milljónir punda.

Diop er áttundi leikmaðurinn til að ganga í raðir Fulham í sumar og sá næstdýrasti eftir Joao Palhinha, sem kostaði um 17 milljónir punda.

Andreas Pereira kostaði 10 milljónir og svo eru Kevin Mbabu, Bernd Leno, Shane Duffy, Manor Solomon og Kristian Sekularac einnig komnir til félagsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner