Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 10. september 2018 17:00
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn á Spáni útiloka ekki verkfall
Stuðningsmenn Girona.
Stuðningsmenn Girona.
Mynd: Getty Images
Leikmenn munu eiga lokaorðið þegar kemur að því að ákveða hvort leikur Girona og Barcelona eigi að fara fram í Miami í Bandaríkjunum. Þetta segja spænsku leikmannasamtökin, AFE.

Forráðamenn La Liga hafa samþykkt að spila einn deildarleik á tímabili í Bandaríkjunum en þetta er samkvæmt samningi við fjölmiðlafyrirtækið Relevant.

Leikmannasamtökin hafa sjálf lýst yfir óánægju með að hafa ekki verið höfð með í ráðum þegar samið var um þetta. Vangaveltur hafa verið um hvort leikmenn deildarinnar gætu farið í verkfall og formaður AFE útilokar það ekki.

Leikmannasamtökin hafa farið fram á að fá allar upplýsingar um þróun mála og segja að þeim verði svo komið til leikmanna.

Mögulegt er að leikur Girona og Barcelona þann 27. janúar verði í Bandaríkjunum en forráðamenn Girona hafa lýst yfir vilja til þess að leikið verði þar. Telja þeir að það myndi gefa möguleika á auknum vinsældum fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner