Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 10. september 2021 18:01
Victor Pálsson
„Koma Ronaldo gæti haft neikvæð áhrif"
Mynd: Getty Images
Koma Cristiano Ronaldo til Manchester United gæti haft neikvæð áhrif á leikmenn liðsins að sögn Jamie Carragher, fyrrum leikmanns Liverpool.

Carragher ræddi þetta mál við Peter Schmeichel, fyrrum markvörð Man Utd, sem tók ekki undir orð Englendingsins.

Ronaldo samdi við Man Utd á ný á lokadegi félagaskiptagluggans og snýr aftur til liðsins eftir 12 ára fjarveru.

Ronaldo þekkir það betur en flestir að vinna titla og er það hans markmið að gera það á Old Trafford á ný.

Carragher er ekki svo bjartsýnn og telur að koman gæti haft neikvæð áhrif á restina af liðinu.

„Ég hef séð svo marga fyrrum leikmenn Man Utd sem eru nánast ástfangnir af þessum kaupum svo þetta er stórt augnablik fyrir þá," sagði Carragher.

„Hann er einn besti leikmaður sögunnar, án alls vafa, en ég held að hann gæti haft neikvæð áhrif á Manchester United."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner