Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. september 2022 16:33
Aksentije Milisic
3. deild: Dalvík/Reynir og Sindri í 2. deildina (Staðfest)
Þröstur skoraði annað mark Dalvíkur/Reynis í dag.
Þröstur skoraði annað mark Dalvíkur/Reynis í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sindra menn eru komnir upp.
Sindra menn eru komnir upp.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson

21. umferðin í 3. deild karla var að klárast en Dalvík/Reynir og Sindri frá Hornafirði tryggðu bæði sætið sitt í 2. deild karla að ári.


Dalvík/Reynir heimsótti KFG en heimamenn þurftu að vinna þennan leik til þess að setja spennu fyrir lokaumferðina. Það gekk ekki en Dalvík/Reynir komst í 2-0 forystu áður en KFG náði að minnka muninn fyrir hálfleik.

Undir lok leiks kláruðu norðamenn svo leikinn með þriðja markinu en KFG skoraði eitt sárabótarmark í restina. 2-3 sigur Dalvíkur/Reynis niðurstaðan en liðið mætir Augnablik í lokaleiknum.

Sindri mætti fallbaráttuliði Vængjum Júpíters á útivelli og vann öruggan 3-0 sigur. Ragnar Þór Gunnarsson, Hermann Þór Rangarsson og Ibrahim Sorie Barrie skoruðu mörkin.

Sindri getur enn unnið titilinn en liðið þarf að klára sinn leik gegn ÍH í lokaumferðinni og vona að Dalvík/Reynir misstígi sig gegn Augnablik.

ÍH gulltryggði þá sæti sitt í deildinni með sterkum 2-1 sigri gegn Kára, Elliði skellti Víðismönnum á útivelli og Augnablik vann 4-1 sigur á Kormáki/Hvöt.

KH er fallið eftir 3-5 tap gegn KFS. Staðan var 3-3 á 90. mínútu leiksins en þá var KH komið með þrjú rauð spjöld. Það nýtti KFS sér og kláraði leikinn.

Vængir eiga enn smá von á að bjarga sér. Liðið verður að vinna KFS í lokaleiknum og vona að Kormákur/Hvöt tapi gegn KH. Þá gæti markatalan ráðið úrslitum.

Fréttin verður uppfærð.

Augnablik 4-1 Kormákur/Hvöt

KFG 2-3 Dalvík/Reynir

Vængir Júpiters 0 - 3 Sindri
0-1 Ragnar Þór Gunnarsson ('6 )
0-2 Hermann Þór Ragnarsson ('56 )
0-3 Ibrahim Sorie Barrie ('84 )

ÍH 2-1 Kári
0-1 Fylkir Jóhannsson ('3 )
1-1 Dagur Traustason ('28 )
2-1 Dagur Traustason ('38 )

Víðir 2-3 Elliði

KH 3-5 KFS 


Athugasemdir
banner
banner
banner