Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. október 2020 21:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Í fyrsta sinn sem Þjóðverjar vinna leik í Þjóðadeildinni
Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands.
Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands.
Mynd: Getty Images
Þjóðverjar lögðu Úkraínu að velli í Þjóðadeildinni í kvöld.

Matthias Ginter og Leon Goretzka skoruðu mörk Þjóðverja áður en Ruslan Malinovskiy minnkaði muninn úr víti. Úkraína er með þrjú stig, en Þýskaland er með fimm stig í riðli sínum í A-deild.

Það er athyglisvert að þetta er í fyrsta sinn sem Þýskaland vinnur leik í Þjóðadeildinni, sem var sett á laggirnar í september 2018.

Þýskaland gerði tvö jafntefli og tapaði tveimur leikjum í Þjóðadeildinni 2018 þar sem liðið var í riðli með Frakklandi og Hollandi. Liðið féll úr A-deild, en fékk að halda sæti sínu eftir að liðum var fjölgað í deildinni.

Þýskaland er núna í riðli með Spáni, Úkraínu og Sviss. Lærisveinar Joachim Löw höfðu gert jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum gegn Spáni og Sviss, en tókst loksins að vinna leik í keppninni í kvöld, 25 mánuðum eftir að hún hóf fyrst göngu sína.


Athugasemdir
banner
banner
banner