Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 10. október 2020 20:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjóðadeildin: Spánn og Þýskaland tóku þrjú stig
Spánverjar fagna marki sínu.
Spánverjar fagna marki sínu.
Mynd: The Athletic
Þá eru allir leikir þessa laugardags í Þjóðadeildinni búnir.

Það voru tveir leikir í A-deild í kvöld og þar tóku Spánn og Þýskaland þrjú stig hvort.

Spánn hafði betur gegn Sviss, 1-0. Það var Mikel Oyarzabal, leikmaður Real Sociedad, sem skoraði eina mark leiksins. Spánn er með sjö stig eftir þrjá leiki á toppi riðilsins og er Sviss með aðeins eitt stig á botninum.

Þýskaland er í öðru sæti riðilsins fimm stig eftir góðan útisigur gegn Úkraínu. Matthias Ginter og Leon Goretzka skoruðu mörk Þjóðverja áður en Ruslan Malinovskiy minnkaði muninn úr víti. Úkraína er með þrjú stig.

Þá skildu Andorra og Malta jöfn í D-deildinni, 0-0. Bæði lið eru með tvö stig eftir þrjá leiki.

A-deild:
Spánn 1 - 0 Sviss
1-0 Mikel Oyarzabal ('14 )

Úkraína 1 - 2 Þýskaland
0-1 Matthias Ginter ('20 )
0-2 Leon Goretzka ('49 )
1-2 Ruslan Malinovskiy ('77 , víti)

D-deild:
Andorra 0 - 0 Malta

Önnur úrslit:
Þjóðadeildin: Færeyingar rændir? - Lærisveinar Helga töpuðu
Athugasemdir
banner
banner