Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 10. nóvember 2017 21:26
Helgi Fannar Sigurðsson
Þórdís Elva úr Haukum í FH (Staðfest)
Þórdís í leik með Haukum í sumar.
Þórdís í leik með Haukum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Þórdís Elva Ágústsdóttir skrifaði í dag undir tveggja ára samning við FH en hún kemur til félagsins frá nágrönnunum í Haukum.

FH greindi frá þessu fyrr í kvöld.

Þórdís Elva er fædd árið 2000 en hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið 41 leik með meistaraflokki Hauka og skorað í þeim 2 mörk.

Hún á einnig 7 landsleiki að baki fyrir U17 ára landslið Íslands.

„Mér líst mjög vel á að vera komin til FH. Það er greinilega metnaður hjá félaginu og ég er viss um að hér geti ég haldið áfram að bæta mig sem leikmann," sagði Þórdís við undirskrift í dag.

Það er ljóst að félagaskiptin eru blóðtaka fyrir Hauka en Þórdís var einn efnilegasti leikmaður liðsins.

FH leikur í Pepsi-deildinni og nú er komið á hreint að Þórdís leikur með þeim þar næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner