Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. nóvember 2018 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Rodgers vill losna við gervigras úr skoska boltanum
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers er einn af mörgum innan knattspyrnuheimsins sem vill losna við gervigrasvelli og segir þá vera svartan blett á skoskri knattspyrnu.

Rodgers hefur verið knattspyrnustjóri Celtic undanfarin tvö ár og á liðið næst leik við Livingston á sunnudaginn. Livingston er eitt af þremur liðum í efstu deild skoska boltans sem spila á gervigrasi.

„Fyrir mér er efsta deildin fánaberi skoskrar knattspyrnu og gervigrasvellir ættu ekki að sjást, það er mjög einfalt," sagði Rodgers.

„Félög sem þurfa að notast við gervigrasvelli af fjárhagsaðstæðum þurfa aðstoð, hvort sem hún kemur úr knattspyrnusamfélaginu eða frá ríkisstjórninni. Það gengur ekki að spila á gervigrasi í þessum gæðaflokki."

Celtic er í öðru sæti skosku deildarinnar sem stendur, einu stigi á eftir toppliði Hearts og með leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner