Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. nóvember 2020 12:20
Örvar Arnarsson
Svona er staðan á strákunum okkar fyrir stórleikinn
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson og Ragnar Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson og Ragnar Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Björgvin er lykilmaður hjá CSKA.
Hörður Björgvin er lykilmaður hjá CSKA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á fimmtudagskvöld munu Ungverjaland og Ísland eigast við í Búdapest, í hreinum úrslitaleik um sæti á EM.

Hér má sjá hvernig leikmönnum íslenska hópsins hefur vegnað á þessu tímabili með sínum félagsliðum. Arnór Ingvi Traustason var tekinn úr hópnum eftir að smit greindist í leikmannahópi Malmö en enginn leikmaður var kallaður inn í hans stað.

Hannes Þór Halldórsson | Valur
Var valinn í úrvalslið ársins í Pepsi Max-deildinni. Besti markvörður deildarinnar og stóð uppi sem Íslandsmeistari með Valsmönnum. Síðustu leikir hans voru í landsliðsglugganum í október.

Rúnar Alex Rúnarsson | Arsenal
Varamarkvörður Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Hefur spilað einn leik fyrir liðið, hélt hreinu í 3-0 sigri í Evrópuleik gegn Dundalk í lok október.

Ögmundur Kristinsson | Olympiakos
Varamarkvörður gríska liðsins og hefur ekki spilað leik á tímabilinu.

Birkir Már Sævarsson | Valur
Var valinn í úrvalslið ársins í Pepsi Max-deildinni, stóð uppi sem Íslandsmeistari með Valsmönnum. Átti endurkomu í íslenska landsliðið í októberglugganum.

Hjörtur Hermannsson | Bröndby
Hefur byrjað síðustu tvo leiki danska liðsins sem er með 15 stig eftir átta umfeðrir í dönsku úrvalsdeildinni.

Ragnar Sigurðsson | FC Kaupmannahöfn
Hafði spilað tvo heila leiki í röð með FCK þegar hann fór í landsliðsverkefnið í síðasta mánuði og meiddist gegn Dönum. Er búinn að jafna sig og ætti að geta spilað á fimmtudag.

Sverrir Ingi Ingason | PAOK
Spilar alla leiki í vörn PAOK sem er einu stigi frá toppsætinu í grísku deildinni.

Kári Árnason | Víkingur R.
Hefur jafnað sig af ökklameiðslum sem hann hlaut í sigrinum á Rúmeníu og er því klár í slaginn gegn Ungverjalandi. „Þetta reddaðist bara, þetta leit ekki vel út en var aðeins minna en menn héldu," sagði Kári við RÚV.

Hólmar Örn Eyjólfsson | Rosenborg
Spilar hverja mínútu fyrir norska stórliðið sem er í þriðja sæti deildarinnar heima.

Ari Freyr Skúlason | KV Oostende | 74 leikir
Er á varamannabekknum hjá belgíska liðinu Oostende og hefur aðeins fengið samtals tíu mínútur í síðustu fjórum leikjum.

Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moskva
Lykilmaður í vörn CSKA Moskvu þar sem hann spilar hverja einustu mínútu. Liðið er á toppi rússnesku deildarinnar eftir fjórtán umferðir.

Guðlaugur Victor Pálsson | SV Darmstadt 98
Lykilmaður hjá Darmstadt í þýsku B-deildinni. Liðið er um miðja deildina.

Arnór Sigurðsson | CSKA Moskva
Hefur verið í byrjunarliðinu í síðustu tveimur leikjum. Hann er með eitt mark og tvær stoðsendingar í ellefu leikjum í rússnesku deildinni.

Birkir Bjarnason | Brescia
Hefur ekkert spilað fyrir Brescia á tímabilinu. Er í frystikistunni þar. Spilaði hinsvegar alla landsleiki Íslands í októberverkefninu.

Rúnar Már Sigurjónsson | Astana
Hefur spilað síðustu tvo leiki Astana í Kasakstan. Liðið er í þriðja sæti deildarinnar en þó langt frá toppsætinu.

Gylfi Þór Sigurðsson | Everton
Hefur spilað hvern einasta leik Everton í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og verið með fyrirliðabandið í nokkrum leikjum. Eftir frábæra byrjun á tímabilinu hefur liðið tapað þremur leikjum í röð.

Jóhann Berg Guðmundsson | Burnley
Hefur spilað þrjá af sjö leikjum Burnley í ensku úrvalsdeildinni. Hefur misst af síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla í kálfa en var ónotaður varamaður í síðasta leik.

Aron Einar Gunnarsson | Al Arabi
Lykilmaður undir stjórn Heimis Hallgrímssonar í Katar. Skoraði fyrra mark liðsins í 2-0 sigri í undanúrslitum bikarsins í lok október.

Viðar Örn Kjartansson | Valerenga
Er með sjö mörk í átta leikjum í norsku úrvalsdeildinni síðan hann gekk í raðir Valerenga. Liðið er í fjórða sæti.

Jón Daði Böðvarsson | Millwall
Oftast á bekknum í ensku Championship-deildinni en byrjaði gegn Norwich um daginn. Hefur spilað sjö leiki en er enn ekki kominn á blað.

Kolbeinn Sigþórsson | AIK
Er í hlutverki varamanns hjá AIK en kemur af bekknum í nær öllum leikjum. Er enn ekki kominn á blað á tímabilinu.

Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar
Hefur verið funheitur með hollenska liðinu og er með þrjú mörk eina stoðsendingu í síðustu þremur deildarleikjum. Þá skoraði hann tvö í Evrópuleik gegn Rijeka á dögunum.

Alfreð Finnbogason | Augsburg
Meiddist aftan í læri gegn Rúmenum en hefur komið af bekknum í síðustu tveimur leikjum Augsburg. Er enn ekki kominn á blað á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner