Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 10. nóvember 2021 18:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sir Alex aðeins fjórði besti stjóri ensku deildarinnar
Mynd: Getty Images
Neil Warnock talaði um fimm bestu stjóra í sögu ensku úrvalsdeildarinnar í spjalli við talkSPORT.

Það vekur athygli að hann er með Sir Alex Ferguson aðeins í 4. sæti en hann gerði Manchester United að margföldum Englandsmeisturum og Evrópumeisturum.

„í fjórða set ég Sir Alex á undan Jose Mourinho þar sem hann var lengur að. Mér finnst að hann hafi verið á þeim tíma sem þetta snérist mikið um maður á mann, allt þjálfarateymið skipti ekki eins miklu máli og Sir Alex var örugglega sá besti í því."

Hann er með Arsene Wenger fyrrum stjóra Arsenal í fyrsta sæti.

„Síðan Úrvalsdeildin hófst, ef ég á að velja topp fimm þá myndi ég setja Arsene Wenger í fyrsta sæti. Bara vegna þess að hann breytti nýtíma fótboltamönnum. Hann kom með svo margt sem engum hafði dóttið í hug. Næringafræði, þolþjálfun, myndbönd, tækni. Hann breytti svo miklu."

Pep Guardiola er í 2. sæti og Jurgen Klopp í 3. sæti.
Athugasemdir
banner