Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 11. janúar 2020 11:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Reykjavíkurmótið: Fjölnir skoraði fimm gegn ÍR
Jóhann Árni skoraði tvö mörk í gær.
Jóhann Árni skoraði tvö mörk í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR 1 - 5 Fjölnir
0-1 Kristófer Óskar Óskarsson ('15 )
0-2 Guðmundur Karl Guðmundsson ('28 )
0-3 Jóhann Árni Gunnarsson ('35 )
1-3 Ívan Óli Santos ('60 )
1-4 Valdimar Ingi Jónsson ('73 )
1-5 Jóhann Árni Gunnarsson ('75 )

Tveir leikir fóru fram í Reykjavíkurmótinu, A-riðli, í gærkvöldi. Fyrri leiknum lauk með 2-1 sigr KR á Fylki og í seinni leiknum mættust ÍR og Fjölnir í Egilshöll.

Fjölnir komst í þriggja marka forystu fyrir leikhlé en Ívan Óli Santos minnkaði muninn fyrir ÍR á 60. mínútu. Fjölnir svaraði með tveimur mörkum í kjölfarið og þar við sat.

1-5 sigur Fjölnis og byrja því Fjölnir og KR á sigrum í mótinu, Fjölnir á tveimur þar sem liðið sigraði Þrótt um síðustu helgi í opnunarleik mótsins.

Næstu leikir:
19:00 Þróttur - ÍR 15. janúar
21:00 Fjölnir - KR 15. janúar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner