Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 11. mars 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gilmour ekki í skoska A-landsliðinu
Billy Gilmour.
Billy Gilmour.
Mynd: Getty Images
Billy Gilmour, sem hefur komið öflugur inn í lið Chelsea, hefur verið valinn í skoska U21 landsliðið.

Hann er því ekki í skoska A-landsliðinu sem tekur þátt í umspili fyrir EM 2020 síðar í mánuðinum. Skotland mætir Serbíu í undanúrslitum umspilsins.

Gilmour er 18 ára gamall og hefur hann unnið sér sæti í byrjunarliði Chelsea að undanförnu. Hann var maður leiksins í sigri gegn Liverpool í bikarnum í síðasta viku og gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.

Skotland er með fínt úrval af miðjumönnum, en það er athyglisvert að Gilmour fái ekki kallið.

„Þeir ætla að taka hann varlega inn í þetta. Þeir vilja meina að hann myndi kannski ekki fá að fara beint inn í byrjunarliðið í A-landsliðinu og því ætla þeir að hafa hann í U21-landsliðinu. Ég held að hann sé nú þegar orðinn byrjunarliðsmaður," sagði Magnús Már Einarsson í Innkastinu á Fótbolta.net á mánudag.
Innkastið - Tómar stúkur, rauð Manchester og feðgar á ferð
Athugasemdir
banner
banner