Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 11. mars 2021 23:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Kom upp pattstaða milli Bödda og Jagiellonia - Náðu ekki saman um hvert hann ætti að fara
Horfir á stærri myndina þegar hann velur Helsingborg
Ég er svo sem enginn Þórólfur, ég er ekki menntaður á þessu sviði
Ég er svo sem enginn Þórólfur, ég er ekki menntaður á þessu sviði
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Þetta endaði því í pattstöðu, það sem ég vildi var ekki nógu gott fyrir félagið og það sem félagið vildi var eitthvað sem ég var ekki að leitast eftir.
Þetta endaði því í pattstöðu, það sem ég vildi var ekki nógu gott fyrir félagið og það sem félagið vildi var eitthvað sem ég var ekki að leitast eftir.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
 Það var gaman að þurfa svo að útskýra þetta því það rigndi yfir mig hamingjuóskunum
Það var gaman að þurfa svo að útskýra þetta því það rigndi yfir mig hamingjuóskunum
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Daníel Hafsteinsson var á mála hjá félaginu í eitt og hálft ár
Daníel Hafsteinsson var á mála hjá félaginu í eitt og hálft ár
Mynd: Hanna Símonardóttir
Brandur Olsen - Ég er aðeins búinn að tala við Brand og hann talar mjög vel um allt hjá félaginu
Brandur Olsen - Ég er aðeins búinn að tala við Brand og hann talar mjög vel um allt hjá félaginu
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Á öðru tímabilinu komust við í bikarúrslit og ég var þá að spila minn besta bolta og spilaði flesta leiki
Á öðru tímabilinu komust við í bikarúrslit og ég var þá að spila minn besta bolta og spilaði flesta leiki
Mynd: Instagram
Hörður Björgvin Magnússon
Hörður Björgvin Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Freyr Skúlason
Ari Freyr Skúlason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Böðvar Böðvarsson er orðinn leikmaður Helsingborg. Það fékkst staðfest í dag FH-ingurinn rifti samningi sínum fyrir viku síðan við Jagiellonia í Póllandi.

Vinstri bakvörðurinn hélt til Póllands fyrir þremur árum frá uppeldisfélaginu. Viðræður um riftun á samningi höfðu staðið í þónokkurn tíma áður en báðir aðilar náðu saman.

Þessi hluti er í beinu framhaldi af fyrsta hlutanum sem birtur var fyrr í kvöld.

Fyrsti hluti:
Böddi greindist með Covid - „Þurfti að taka U-beygju á hraðbrautinni"

Sér alveg fram á að geta verið lengur en eitt ár
Það kom fram að félagið hafi verið í leit að vinstri bakverði. Ekki það að maður fái það gefins en lítur það út fyrir að þú sért fyrsti kostur í þá stöðu?

„Jááá, ég hef svo sem ekkert talað við þjálfarann og hef ekki hugmynd um hver hinn vinstri bakvörðurinn er eða neitt slíkt. Ég vona það innilega að það sé horft á mig sem byrjunarliðsmann en svo er það algjörlega undir manni sjálfum komið að drulla sér í liðið.“

Ef að allt gengur á besta veg og Helsingborg flýgur upp um deild, sérðu þá fyrir þér að vera áfram hjá félaginu?

„Já, algjörlega. Það sem ég hef heyrt, ég hef talað við Danna Hafsteins og fólk sem hefur búið hér og þetta á að vera frábær staður til að búa á. Ef ég fíla borgina, fíla félagið og liðið þá sé ég ekki af hverju ég ætti ekki að vera áfram.“

Brandur Olsen, fyrrum leikmaður FH, er hjá félaginu. Er jákvætt að hafa kunnuglegt andlit?

„Jú, algjörlega. Ég er aðeins búinn að tala við Brand og hann talar mjög vel um allt hjá félaginu. Ég þekki Brand aðeins frá því hann var í FCK með Flóka og aðeins frá því ég kom í sumarfrí til Íslands“

Var opinn fyrir því að vera áfram eða fara annað
Förum aðeins til síðasta sumars, það voru einhverjar sögur að það var áhugi á þér frá Danmörku í sumarglugganum. Var eitthvað til í því?

„Án þess að nefna nöfnin á félögunum þá var áhugi bæði frá Danmörku og Skotlandi síðasta sumar. Það fór aldrei lengra en það, þeim tilboðum var hafnað um leið.“

Þú ert með hlutverk í liðinu fyrir áramót en glímir svo við einhver meiðsli. Í janúar er svo hálft ár eftir af samningnum, varstu sjálfur að leitast eftir því að fara?

„Já og nei. Miðað við hvernig heilsan mín var árið 2020 og ég átti hálft ár eftir af samningnum þá langaði mig að fara eitthvert þar sem ég væri á lengri samning og gæti komið mér almennilega í gang. Félagið var opið fyrir því að selja mig í janúar og ég var að skoða í kringum mig. Ef ekkert hefði komið þá hefði ég alveg getað séð fyrir mér að vera áfram, ég þekki hvern krók og kima hérna og með góðan þjálfara. Ég var alveg tilbúinn að vera áfram en að sama skapi þá var stór hluti af manni sem vildi prófa eitthvað annað.“

Kom upp pattstaða
Þú segir 'ef ekkert hefði komið', ýtti áhugi annarra félaga undir það að þú vildir fara?

„Félagið fékk tilboð í mig sem það einfaldlega hafnar, allt gott og blessað við það, en það sem ýtir í raun undir að ég vildi fara var sú staðreynd að félagið fær inn tvo vinstri bakverði í janúar."

„Mér er sagt, með sex mánuði eftir af samningi, að annað hvort fari ég eitthvað annað eða ég spili ekkert, það var ekkert vandamál. Ég finn félög sem ég náði samkomulagi við en Jagiellonia var ekki sátt við tilboðið frá þeim félögum. Félagið samþykkti svo annað tilboð en ég persónulega vildi ekki fara þangað."

„Þetta endaði því í pattstöðu, það sem ég vildi var ekki nógu gott fyrir félagið og það sem félagið vildi var eitthvað sem ég var ekki að leitast eftir. Því endar þetta þannig að við náum samkomulagi um riftun.“


Þessi félög sem þú hafðir áhuga á að fara í í glugganum, þau komu ekki til greina eftir að þú varst búinn að rifta samningnum?

„Þau félög kláruðu sitt, eðlilega, í janúar og lokuðu sínum leikmannahópum þá. Þau félög komu því ekki til greina eftir að ég var búinn að ná samkomulagi við Jagiellonia.“

Horfir á stærri myndina varðandi framtíðina og landsliðið
Ég dreg þá ályktun að hugur þinn sé enn við íslenska landsliðið. Pólska deildin er hærra skrifuð af flestum heldur en sænska B-deildin, hvernig lítur landsliðið við þér í dag?

„Ég held að það sé nokkuð borðleggjandi að það sé hæpið að leikmaður í B-deildinni komi til greina í landsliðið. Ég var aldrei valinn í keppnisleikina þegar ég var í Póllandi og ég átta mig alveg á því að skrefið í næstefstu deild á Norðurlöndunum ýtir ekki undir það að maður verði valinn."

„Ég er svolítið að horfa á stærri myndina með þessu skrefi, varðandi mína framtíð á ferlinum, ég geri eins árs samning og vonandi fer Helsingborg upp og þá er ég kominn upp í efstu deild eða með lausan samning og get tekið skrefið annað. Ég átta mig á því að leikmaður í næstefstu deild í Skandinavíu þarf að vera helvíti góður til að vera valinn miðað við þann leikmannahóp sem landsliðsþjálfarar hafa úr að velja.“


Horfiru á þetta sem skref niður á við, miðað við styrkleika deildanna, til þess að geta svo tekið tvö skref upp á við í framtíðinni?

„Til að vera alveg hreinskilinn þá hef ég ekki hugmynd um hversu góð sænska B-deildin er en ég gef mér það að hún sé aðeins slakari en pólska deildin, ég held að það sé nokkuð ljóst. Miðað við það sem ég hef heyrt um Helsingborg þá er það frábær staður fyrir mig til að koma mér í gang. Ég er að horfa til lengri tíma já heldur en þetta eina ár með að fara til Helsingborg.“

Frýs þegar hann á að byrja tala - Er enginn Þórólfur
Náðiru á þessum þremur árum að komast alveg inn í pólskuna?

„Ég er farinn að skilja málið ágætlega en ég frýs þegar ég á að byrja tala. Ég fór í pólsku tíma fyrsta og hálfa árið. Allir nýir leikmenn fóru í slíkt en leikmannaveltan var slík, og pólsku kennslan byrjaði alltaf upp á nýtt, að ég náði ekki að þróa mig mikið þar. Ég skil fótboltamálið, það sem þjálfarinn er að segja en ef einhver er að tala hratt þá er ekki fræðilegur möguleiki að ég skilji hann.“

Hvernig er Jagiellonia í samanburði við stærstu félögin, Legia Varsjá og Lech Poznan?

„Lech og Legia hafa verið í sérflokki síðastliðin ár. Þegar ég kem hingað þá endum við í 2. sæti á minni fyrstu leiktíð, gæði liðanna sveiflast alveg. Núna er komin mjög góð umgjörð hjá Jagiellonia og margir aðdáendur. Lech og Legia standa samt upp úr í flestu, þetta eru stórveldin.“

Var einhver regla í covid sem kom þér á óvart?

„Það var í raun bara svipað og á Íslandi, við máttum ekki fara í sturtu á æfingasvæðinu og svo var grímuskylda utandyra, það fannst mér persónulega mjög skrítið en ég er svo sem enginn Þórólfur, ég er ekki menntaður á þessu sviði og hlustaði bara og hlýddi.“

Ánægður með að hafa farið til Póllands
Heilt yfir, þegar þú horfir á tímann hjá Jagiellonia, ertu sáttur við það sem þú náðir að afreka?

„Já, en þetta var samt voðalega mikið af hæðum og lægðum. Þegar ég kem til félagsins er það í titilbaráttu. Vinstri bakvörðurinn sem var þá í liðinu var mjög góður og ég spilaði lítið. Á öðru tímabilinu komust við í bikarúrslit og ég var þá að spila minn besta bolta og spilaði flesta leiki, það var mjög sárt að tapa bikarúrslitaleiknum. Það var ein af hæðunum."

„Árið í fyrra... ég veit ekki hvað ég á að segja, ég var meiddur frá fjórða degi undirbúningstímabilsins þangað til fimm leikir voru eftir af tímabilinu og spila síðustu tvo leikina. Ég spilaði alla leiki hjá nýja þjálfaranum núna fyrir áramót en frammistaðan var upp og ofan, ég var ekki nægilega sáttur með mig þá. Ég var að gera meira af mistökum en ég er vanur að gera. Heilt yfir er ég þakklátur fyrir þennan tíma og að hafa komið hingað en hefði að sjálfsögðu viljað gera meira.“


„Gaman" að þurfa útskýra að hann var ekki valinn
Jagiellonia tilkynnti í mars í fyrra, áður en Rúmeníuleikurinn átti upprunalega að fara fram, að þú værir í landsliðshópnum.

„Þeir tilkynntu þetta eins og ég væri valinn í landsliðið, sem var ekki rétt. Ég var valinn í stóra úrtakið, 30 eða 40 manna úrtak, ég var ekki valinn í aðalhópinn og ég hefði heldur ekki getað spilað því ég var bullandi meiddur á þessum tíma.“

Svolítið skrítið þá hjá félaginu að tilkynna þetta yfir höfuð?

„Þeir hafa alltaf gert það þegar leikmenn eru valdir í stóra hópinn en þeir misskildu eitthvað tölvupóstinn. Það var „gaman" að þurfa svo að útskýra þetta því það rigndi yfir mig hamingjuóskunum frá fjölskyldu og vinum. Ég þurfti að segja þeim að ég hafi ekki verið valinn.“

Ótrúlega erfitt að vera eitthvað svekktur
Að lokum, þú áttir mjög gott tímabil þegar þið farið í bikarúrslitin. Varstu svekktur á þeim tíma að fá ekki kallið frá landsliðinu?

„Ég veit það ekki alveg, ég var valinn í janúarverkefnið og auðvitað hefði verið drullu gaman að vera valinn. En það er ótrúlega erfitt að vera eitthvað svekktur með að vera ekki valinn sem vinstri bakvörður þegar Ari Freyr og Höddi eru þarna. Þú þarft að eiga meira en einhverja tvo þriðju af einhverju tímabili til að slá þá út,“ sagði Böddi.

Þriðji hluti, aukaefni úr spjallinu við Böðvar, verður birtur á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner