Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. mars 2024 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Albert og Oppenheimer
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Genoa birti í kvöld skemmtilegt myndband á samfélagsmiðlum sínum.

Þar má sjá mörkum Alberts Guðmundssonar blandað saman við atriði úr stórmyndinni Oppenheimer.

Oppenheimer var sigurvegari kvöldsins á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær en myndin hreppti samtals sjö verðlaun, meðal annars fyrir bestu mynd og ákvað Genoa því að búa til þetta skemmtilega myndband.

Í atriðinu sem sýnt er frá í myndbandi Genoa þá ræðir Oppenheimer við Albert Einstein um kjarnorkusprengjuna sem breytti heiminum. Svo er sýnt frá þeim mörkum sem Albert hefur skorað í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Albert hefur átt frábært tímabil með Genoa og er hann búinn að skora tíu mörk í deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner