Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mán 11. mars 2024 15:38
Elvar Geir Magnússon
Horan tryggði Bandaríkjunum sigur í Gullbikarnum
Lindsey Horan.
Lindsey Horan.
Mynd: EPA
Lindsey Horan skoraði með skalla í fyrri hálfleik og tryggði Bandaríkjunum 1-0 sigur gegn Brasilíu á sunnudaginn þegar liðið vann Concacaf Gullbikar kvenna.

Þetta var í fyrsta sinn sem þessi keppni var haldin í kvennaflokki en hún var sett á laggirnar til að skapa fleiri stórar keppnir fyrir kvennalandslið í Norður og Mið-Ameríku.

Þetta var í fjórða sinn sem Bandaríkin mætti Brasilíu í úrslitaleik í kvennaflokki. Bandaríkin hafa unnið alla þrjá leikina, þar á meðal í úrslitum Ólympíuleikanna 2004 og 2008.

Horan skoraði þrjú mörk í Gullbikarnum en hin mörkin hennar komu af vítapunktinum.

Það urðu óvænt úrslit í riðlakeppninni þegar Bandaríkin töpuðu 2-0 gegn Mexíkó en liðið svaraði með 3-0 sigri gegn Kólumbíu í 8-liða úrslitum og liðið vann svo eftir vítakeppni gegn Kanada í undanúrslitum þar sem leikar höfðu endað 2-2.

Bráðabirgðaþjálfarinn Twila Kilgore stýrði Bandaríkjunum í mótinu en Emma Hayes, núverandi þjálfari Chelsea, tekur við þegar enska tímabilinu lýkur.

Brasilía og Bandaríkin verða með á Ólympíuleikunum í Frakklandi í sumar.
Athugasemdir
banner