Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 11. mars 2024 22:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Óvæntur sigur Udinese sem er í mjög spennandi fallbaráttu
Hinn hávaxni Lorenzo Lucca gerði fyrra mark Udinese í leiknum.
Hinn hávaxni Lorenzo Lucca gerði fyrra mark Udinese í leiknum.
Mynd: Getty Images
Lazio 1 - 2 Udinese
0-1 Lorenzo Lucca ('47 )
1-1 Lautaro Giannetti ('49 , sjálfsmark)
1-2 Oier Zarraga ('51 )
Rautt spjald: Nehuen Perez, Udinese ('90)

Udinese vann afar óvæntan sigur á Lazio þegar liðin mættust í eina leik kvöldsins í ítölsku úrvalsdeildinni.

Hinn hávaxni Lorenzo Lucca kom Udinese á bragðið snemma í seinni hálfleiknum, en sú forysta lifði ekki lengi þar sem Lazio jafnaði með sjálfsmarki Lautaro Giannetti tveimur mínútum síðar.

En tveimur mínútum eftir jöfnunarmarkið gerði Lazio sér lítið fyrir og tók forystuna aftur þegar Oier Zarraga kom boltanum yfir marklínuna.

Öll mörkin komu þarna á fimm mínútna kafla en fleiri urðu þau ekki. Mikilvægur sigur fyrir Udinese sem lyftir sér upp í 13. sæti deildarinnar og er nú þremur stigum frá fallsvæðinu. Fallbaráttupakkinn er hreint út sagt ótrúlegur þar sem fjögur stig skilja liðin í 19. sæti og 13. sæti að. Lazio er í níunda sæti með 40 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner