Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. mars 2024 20:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kyle Walker hrósar dómaranum - „Þá geturðu molnað"
Kyle Walker.
Kyle Walker.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kyle Walker, bakvörður Englands- og Evrópumeistara Manchester City, segir að Michael Oliver hafi sýnt sterkan karakter þegar hann sleppti því að dæma vítaspyrnu í uppbótartíma stórleiksins á milli City og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Það hefur verið mikið rætt um atvikið sem átti sér stað í blálokin þegar Jeremy Doku, kantmaður City, fór hátt með fótinn innan teigsins.

City var að reyna að hreinsa frá eftir hornspyrnu þegar Doku sparkaði í Alexis Mac Allister sem félll samstundis til jarðar en leikurinn hélt áfram.

Dómarinn Michael Oliver dæmdi ekki víti og VAR-dómarinn Stuart Attwell ákvað ekki að bregðast við þrátt fyrir að hafa skoðað atvikið.

Liverpool-menn hafa lýst yfir óánægju með að þarna hafi ekki verið vítaspyrna dæmd en Walker var að sjálfsögðu ánægður með dómarann í þessu tilviki, skiljanlega.

„Mér fannst dómarinn dæma leikinn virkilega vel. Þegar þú færð Anfield á móti þér, þá geturðu molnað. En hann sýndi reynslu og karakter, og þess vegna er hann talinn einn besti dómari landsins og einn besti dómari heims," segir Walker.

Þegar Walker var svo spurður beint hvort honum hefði fundist þetta tilvik réttlæta vítaspyrnu, þá vildi hann ekki gefa skýrt svar.


Enski boltinn - Yfirburðir Liverpool og ómögulegt að spá
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner